Knattspyrna

Knattspyrna | 29.06.2018
Þrjár systur í sigurleik - Mörkin úr leiknum

Keflavík heldur sigurgöngu sinni áfram í Inkasso deild kvenna. Liðið sigraði Aftureldingu/Fram á Nettóvellinum s.l. miðvikudag 4 - 1. Mörk Keflavíkur gerðu Marín Rún Guðmundsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Mairead Clare Fulton og Natasha Moraa Anasi.

Í Keflavíkurliðinu eru þrjár systur og spiluðu þær allar í þessum leik. Var það í fyrsta skipti sem það gerist að þær eru allar þrjár inná samtímis í opinberum leik á vegum KSÍ. Systurnar eru Ástrós Lind, Íris Una og Katla María Þórðardætur.

Næsti leikur Keflavíkur er gegn Sindra mánudaginn 2. júlí á Nettóvellinum kl. 17:15.

HÉR má sjá mörkin úr leiknum sem voru glæsileg. Það var Einar Þór Björgvinsson aðalmaðurinn á Keflavík TV sem klippti mörkin saman.

Hér má nálgast leikskýrsluna af ksí.is

STAÐAN í deildinni


Frá vinstri: Íris Una, Ástrós Lind og Katla María Þórðardætur.


Byrjunarlið Keflavíkur gegn Aftureldingu/Fram