Fréttir

Tap í Grafarvoginum
Knattspyrna | 21. maí 2015

Tap í Grafarvoginum

Keflavík hefur ekki farið vel af stað í Pepsi-deildinni þetta sumarið og þar varð engin breyting á þegar liðið heimsótti Fjölni í 4. umferð.  Það voru Fjölnismenn sem gerðu eina mark leiksins en það gerði Þórir Guðjónsson úr vítaspyrnu á 81. mínútunni.  Eftir leikinn er Keflavík í 11. sæti deildarinnar með eitt stig.

Næsti leikur er gegn Fylki á Nettó-vellinum mánudaginn 25. maí kl. 19:15.

Leikskýrsla á KSÍ.is

Myndir frá leiknum

  • Þetta var sjöundi leikur Keflavíkur og Fjölnis í efstu deild.  Þetta var annar sigur Fjölnis, Keflavík  hefur einnig unnið tvo leiki en þremur hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 11-10 fyrir Keflavík.
     
  • Magnús Þórir Matthíasson var í byrjunarliðinu og lék sinn fyrsta leik í deildinni í sumar.  Þá kom Daníel Gylfason inn á sem varamaður og lék einnig í fyrsta sinn á tímabilinu.
     
  • Þetta var fjórði leikur Fjölnis og Keflavíkur í efstu deild á heimavelli Fjölnismanna.  Fjölnir hafði ekki unnið í fyrri leikjum liðanna á Fjölnisvelli, Keflavík hafði unnið tvo þeirra en einum lauk með jafntefli.
     
  • Keflavík hefur fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum en það er versta byrjun liðsins frá árinu 1968.  Þá fékk Keflavík einnig aðeins eitt stig úr fyrstu fjórum umferðunum.  Liðið hefur reyndar einu sinni tapað fyrstu fjórum leikjum sínum en það var árið 1959.

Myndir: Jón Örvar Arason