Knattspyrna

Knattspyrna | 03.07.2017
Sveindís, Katla og Íris keppa á Norðurlandamóti U16

U16 kvenna leikur á Norðurlandamótinu þessa dagana. Mótið fer fram í Oulu í Finnlandi. Ísland er í riðli með Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi. Keflavík á hvorki meira né minna en 3 fulltrúa í liðinu, það eru þær Sveindís Jane Jónsdóttir, Katla María Þórðardóttir og Íris Una Þórðardóttir 

Síðasti leikur riðilsins er þriðjudaginn 4. júlí gegn Svíþjóð. Þegar riðlakeppni er lokið er spilað um sæti, en tveir riðlar eru á mótinu. Hægt er að fylgjast með stöðunni í riðlinum hér:

http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=36468