Knattspyrna

Knattspyrna | 28.02.2017
Suðurnesjaslagur í Lengjunni á miðvikudag

Keflavíkurstúlkur leika í B-deild Lengjubikarsins í ár og eru þar í riðli með 4 Pepsi deildar liðum og tveimur 1. deildar liðum. Fyrsti leikurinn er sannkallaður stórslagur en þá mæta Grindavíkurstúlkur í heimsókn en þær tryggðu sér einmitt sæti í Pepsi deildinn á s.l. keppnistímabili. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 19:00 í Reykjaneshöll. Síðustu fimm leikir liðanna hafa verið hörkuspennandi eins og sjá má hér að neðan. Keflavík hefur haft betur í þremur viðureignum og Grindavík tvisvar. 


Byrjunarlið Keflavíkur í síðasta leik gegn Álftanesi í Faxaflóamótinu.