Knattspyrna

Knattspyrna | 08.03.2017
Stelpurnar í Lengjubikarnum á föstudag kl. 20:00

Keflavíkurstúlkur spila annan leik sinn í Lengjubikarnum í ár gegn liði Hauka á föstudaginn. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll og hefst kl. 20:00. Þessi lið áttust við í úrslitaeinvígi um sæti í Pepsi deild á s.l. keppnistímabili, þar sem Haukar höfðu betur í hörkurimmu. Það má því búast við hörkuleik eins og ávallt þegar þessi lið mætast. Hér að neðan má sjá úrslit úr fimm síðustu viðureignum liðanna (tekið af urslit.net). 

Þeir sem ekki komast í höllina, geta fylgst með leiknum í beinni útsendingu á  KEFLAVÍK TV