Knattspyrna

Knattspyrna | 20.12.2018
Stefán Birgir til Keflavíkur
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við Stefán Birgi Jóhannesson.
 
Stefán Birgir er 25 ára miðjumaður. Hann hóf sinn feril í Fram en hefur einnig leikið með Leikni Reykjavík og Njarðvík. Stefán Birgir hefur spilað lykilhlutverk í liði Njarðvíkur sem komið hefur skemmtilega á óvart á síðustu árum, spilaði 21 leik hjá þeim á þessu ári og skoraði sitt eina mark á tímabilinu gegn Skagamönnum í 2-2 jafntefli. Hann á að baki 110 meistaraflokksleiki í efstu þremur deildunum á Íslandi og skorað í þeim 13 mörk. Stefán Birgir er duglegur og sparkviss leikmaður sem hentar vel inn í knattspyrnulega hugmyndafræði Keflavíkur.  
 
Við bjóðum Stefán Birgi velkominn í Keflavík.