Knattspyrna

Knattspyrna | 26.08.2019
Skólamatur áfram samstarfsaðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Skólamatur er eitt af öflugustu fyrirtækjum Reykjanesbæjar. Þau sjá til þess að fjöldi fólks víða um land fær holla og næringaríka fæðu á hverjum degi. Ekki nóg með það heldur eru forsvarsmenn fyrirtækisins einstaklega duglegir við að gefa af sér til samfélagsins og um daginn var kvittað á áframhaldandi samstarfssamning milli Skólamatar og Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Sjálfur formaðurinn Sigurður Garðarsson mætti á svæðið og tók í höndina á Jóni Axels fyrir myndatökuna.

Knattspyrnudeildin þakkar Skólamat kærlega fyrir öflugan stuðning í gegnum tíðina og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.