Knattspyrna

Knattspyrna | 29.10.2017
Sindri Kristinn áfram næstu tvö árin

Sindri Kristinn Ólafsson verður áfram í markinu hjá Keflavík næstu tvö árin. 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Keflavík. Sindri hefur vaxið mikið undanfarin ár og hann hefur tekið skrefið úr því að vera efnilegur markmaður í það að vera orðinn góður markmaður. Hann er aðalmarkmaður U21 landsliðs Íslands og við erum stoltir af því að hafa hann í markinu okkar allavega næstu tvö árin. 

Sindri er líka sannur Keflvíkingur sem hefur gengið upp alla yngri flokka Keflavíkur. Hann gefur mikið af sér til klúbbsins og er alltaf klár þegar til hans er leitað, sem er ómetanlegt fyrir Keflavík.