Fréttir

Sigur í fyrsta æfingaleik hjá stelpunum
Knattspyrna | 25. nóvember 2015

Sigur í fyrsta æfingaleik hjá stelpunum

Keflavíkurstúlkur spiluðu í kvöld sinn fyrsta æfingaleik á tímabilinu, leikið var í Reykjaneshöll gegn Álftanesi. Stúlkurnar áttu skínandi góðan leik og sigruðu nokkuð örugglega 3-0 eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik. Anita Lind Daníelsdóttir gerði tvö mörk, það fyrsta á 22 mínútu eftir glæsilega sendingu frá Unu Margréti Einarsdóttur.  Síðara mark sitt gerði Anita Lind á 68 mínútu og var það stórglæsilegt skot af um 35 metra færi. Þriðja mark leiksins kom á 77 mínútu en þar var á ferðinni yngsti leikmaður liðsins, Sveindís Jane Jónsdóttir, 14 ára gömul. Hún sótti markið af miklu harðfylgi, hirti knöttinn af markverði gestanna eftir að knötturinn hafði verið sendur til baka og renndi honum í autt markið. 

Lið Keflavíkur í leiknum: Auður Erla Guðmundsdóttir (m), Eva Lind Daníelsdóttir, Kristrún Ýr Holm, Þóra Kristín Klemenzdóttir (Guðrún Lísa Ingþórsdóttir), Ólöf Stefánsdóttir (Marín Rún Guðmundsdóttir), Ljiridona Osmani, Brynja Pálmadóttir (Margrét Hulda Þorsteinsdóttir), Sólveig Lind Magnúsdóttir (Særún Björgvinsdóttir), Anita Lind Daníelsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Birgitta Hallgrímsdóttir), Una Margrét Einarsdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir).