Knattspyrna

Knattspyrna | 02.03.2017
Sigur hjá stelpunum í grannaslag

Keflavíkurstelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í ár gegn Pepsi deildar liði Grindavíkur á miðvikudaginn. Stelpurnar áttu frábæran leik og innbyrtu mjög sannfærandi 2 - 0 sigur á góðu Grindavíkurliði. Sveindís Jane sem skoraði fyrsta markið á 9 mín. og bætti svo við öðru á 22. mín. 

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Haukum í Lengjubikarnum föstudaginn 10. mars í Reykjaneshöll.

Leikskýrslan úr leiknum.
Riðill Keflavíkur í Lengjubikarnum


Byrjunarliðið gegn Grindavík.
Efri röð frá hægri: Arndís Snjólaug, Eydís Ösp, Brynja, Sólveig Lind, Sveindís Jane, Anita Lind.
Neðri röð frá vinstri: Þóra Kristín, Kristrún Ýr, Margrét, Íris Una, Katla María.