Knattspyrna

Knattspyrna | 14.12.2017
Sigur á Grindavík í æfingaleik

Keflavík og Grindavík áttust við í æfingarleik í Reykjaneshöll í gær. Keflavíkurstúlkur sigruðu nokkuð sannfærandi 5 - 2 eftir að hafa leitt í hálfleik 4-1. Mörk Keflavíkur gerðu Margrét Hulda Þorsteinsdóttir, Katla María Þórðardóttir 2 mörk, Marín Rún Guðmundsdóttir og Anita Lind Daníelsdóttir.

Lið Keflavíkur: Særún Björgvinsdóttir (m), Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Ástrós Lind Þórðardóttir), Kristrún Ýr Holm (Ljiridona Osmani), Þóra Kristín Klemenzdóttir (Berta Svansdóttir), Eva Lind Daníelsdóttir (Birgitta Hallgrímsdóttir), Una Margrét Einarsdóttir, Viktoría Sól Sævarsdóttir, Marín Rún Guðmundsdóttir (Ólöf Stefánsdóttir), Katla María Þórðardóttir, Margrét Hulda Þorsteinsdóttir (Sigurbjörg Eiríksdóttir), Anita Lind Daníelsdóttir.


Katla María Þórðardóttir (lengst til hægri) skoraði 2 góð mörk gegn Grindavík.
Íris Una og Sveindís Jane, sem eru með henni á þessari mynd, spiluðu ekki gegn Grindavík sökum meiðsla.