Knattspyrna
Þorvaldur Örlygsson sem tók við þjálfun meistaraflokks karla haustið 2015 lætur nú af störfum sem þjálfari félagsins og mun að öllum líkindum hverfa til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) í fullu starfi nú í haust. Þorvaldur hefur samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá knattspyrnudeildinni starfað í hlutastarfi hjá KSÍ sem þjálfari U-19 ára landsliðs karla. KSÍ hyggst nú gera þetta að 100% starfi sem mun hafa þau áhrif að Þorvaldur getur ekki þjálfað félagslið samhliða.
Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Þorvaldi fyrir vel unnin störf á liðnu ári og ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í starfi hjá KSÍ.
Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Jón G. Benediktsson, formaður