Knattspyrna

Knattspyrna | 13.04.2017
Saltver styrkir Keflavík

Saltver heldur áfram að standa við bakið á knattspyrnudeild Keflavíkur en stuðningurinn hefur verið í tugi ára og sennilega er Saltver það fyrirtæki sem styrkt hefur Keflavík samfleytt lengst allra fyrirtækja sem standa við bakið á deildinni en það er í eigu Þorsteins Erlingssonar og fjölskyldu og hefur verið starfrækt af þeim síðan 1977.  Knattspyrnudeildin er virkilega þakklát fyrir áframhaldandi samning við þennan sterka bakhjarl í gegnum árin.

http://www.saltver.net/


Hér sjást þeir Þorsteinn Erlingsson forstjóri Saltvers og Jón Benediktsson formaður Keflavíkur skrifa undir og handsala samning til næstu tveggja ára.