Fréttir

Rannsókn KSÍ og UEFA
Knattspyrna | 26. júní 2020

Rannsókn KSÍ og UEFA

Kæri Keflvíkingur,

 

Það er einhver ástæða fyrir því að knattspyrnan heillar okkur svo mörg. Að mati okkar sem eru  í forystu hverju reynum við með ölum ráðum að sýna íbúum,  sveitarfélaginu og fyrirtækjunum fram á að starfið okkar sé þess virði að leggja því til peninga og sjálfboðaliðastarf. Það gengur misjafnlega vel, þ.e. sumir trúa því og aðrir ekki!

Nú í fyrsta sinn svo mér sé kunnugt þá er UEFA og KSÍ í samstarfi við okkur félögin að leita svara við þessu með rannsókn sem er í formi rafræns spurningalista sem er ætlað að varpa ljósi á þetta.  Þar er leitast við að svara því hvert samfélagslegt verðmæti (Social Return on Investment – SROI) íslenskrar knattspyrnu er.

 

Hlekkur á spurningalistann er hér að neðan og hvet ég ykkur öll að gefa ykkur tíma til að svara þessu og deila þessum áfram á samfélagsmiðlum, senda á póstlista, o.s.frv.  Því fleiri svör sem fást, því sterkari eru niðurstöðurnar, sem verður svo hægt að nýta til að styrkja stöðu knattspyrnuhreyfingarinnar og vekja athygli á mikilvægi hennar í okkar samfélagi.

 

Hlekkur á spurningalistann:  

https://www.surveymonkey.co.uk/r/P7S3HTL

 

Kveðja,

Sigurður Garðarsson

Formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur