Knattspyrna

Knattspyrna | 22.10.2020
Nýr yfirþjálfari yngri flokka kvenna

 

 

Sólrún Sigvaldadóttir hefur verið ráðin yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Keflavík.   Sólrún ætti öllum að vera vel kunn en hún kom til liðs við okkur árið 2019 og hefur þjálfað við góðan orðstír hjá okkur í nokkrum flokkum félagsins.  Hún er 30 ára gömul og  hefur mikla reynslu af knattspyrnu bæði sem leikmaður og þjálfari en hún hafði lengi starfað við þjálfun áður en hún kom til okkar.  Sólrún er með UEFA- A gráðu í þjálfun.

 

Sólrún mun hafa yfirumsjón yfir yngri flokkum kvenna, ásamt því að þjálfa 5.6. og 7. Flokk kvenna. Jóhann Birnir verður áfram með yfirumsjón yngri flokka drengja. 

Knattspyrnudeildin og Barna og Unglingaráð er virkilega stolt af því að hafa öflugt teymi sem vinnur saman að þjálfun barna og unglinga hjá Keflavík.

 

Jóhann Birnir og Sólrún yfirþjálfarar