Knattspyrna

Knattspyrna | 19.03.2019
Nýr þjálfari ráðinn til starfa

Sigurður Hilmar Guðjónsson hefur hafið störf sem þjálfari hjá knattspyrnudeildinni.

Hilmar eins og hann er kallaður mun aðstoða Unnar Sigurðsson við þjálfun 2. flokks karla og einnig mun hann koma inn í þjálfarateymið í 5. flokki drengja með þeim Einari Lars og Marc McAusland.

Hilmar hefur komið víða við í þjálfun og þjálfað marga aldurshópa ásamt því að fást við leikgreiningu hjá Reyni Sandgerði, Njarðvík og Þrótti Vogum þar sem hann var þjálfari meistaraflokks karla. 

Hilmar er með UEFA B þjálfaragráðu og til gamans má geta að hann er varaformaður Arsenal klúbbsins á Íslandi.

Við bjóðum Hilmar velkominn til starfa hjá okkur.

Mynd: Jónas Guðni og Sigurður Hilmar.