Fréttir

Ný stjórn Knattspyrnudeildar
Knattspyrna | 9. október 2015

Ný stjórn Knattspyrnudeildar

Ný stjórn Knattspyrnudeildar var kosin á aukaaðalfundi deildarinnar sem fór fram í félagsheimili Keflavíkur fimmtudaginn 8. október.  Samkvæmt lögum félagsins var nýja stjórnin kosin fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn eftir áramót eins og lög gera ráð fyrir.

Nýr formaður var kosinn Jón G. Benediktsson en aðrir í stjórn eru Gunnar Oddsson, Hermann Helgason, Karl Finnbogason og Þorleifur Björnsson.  Í varastjórn eru Björgvin Ívar Baldursson, Hjördís Baldursdóttir, Ingvar Georgsson, Ólafur Bjarnason og Stefán Guðjónsson.  Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og óskum henni góðs gengis.

Eftirtaldir ganga úr stjórninni að þessu sinni en það eru Þorsteinn Magnússon fráfarandi formaður, Einar Aðalbjörnsson, Hjörleifur Stefánsson og Kjartan Steinarsson en Jón Ólafsson og Oddur Sæmundsson hætta í varastjórn.  Við þökkum þessu ágæta fólki fyrir sín störf í þágu deildarinnar.

Á myndinni fyrir ofan eru í efri röð frá vinstri Hjördís, Stefán, Björgvin, Ingvar og Ólafur.  Í neðri röð frá vinstri eru Þorleifur, Gunnar, Jón, Hermann og Karl.

Myndir: Jón Örvar