Knattspyrna

Knattspyrna | 17.01.2018
Natasha Anasi framlengir

Natasha Anasi, einn leikreyndasti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Natasha eignaðist barn í júní 2017 og kom því aðeins við sögu í þremur síðustu leikjum Keflavíkur á s.l. tímabili. Natasha kom til Keflavíkur frá ÍBV, þar sem hún var lykilmaður í vörn liðsins í þrjú sumur og var m.a. valin í lið ársins í Pepsi deildinni sumarið 2016.


Félagið bindur miklar væntingar til Natasha innan sem utan vallar, en hún mun auk þess að spila með liðinu, koma að þjálfun yngri flokka kvenna. Natasha mun gegna lykil hlutverki hjá Keflavík og vera mikilvægur hlekkur á komandi tímabili. Við fögnum þessum tíðindum og hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar.