Knattspyrna

Knattspyrna | 30.09.2019
Natasha Anasi framlengir við Keflavík


Fyrirliði Keflavíkur Natasha Anasi hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur til tveggja ára. Natasha hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár og var kosinn besti leikmaður kvenna hjá Keflavík ásamt því að vera með bestu leikmönnum sumarsins í Pepsí Max kvenna.

Það er mikill fengur að halda slíkum leiðtoga og reynslubolta hjá félaginu og er liður í því verkefni að koma stelpunum strax aftur upp í deild þeirra bestu. Hún er ekki eingöngu góður liðsmaður heldur mikilvæg fyrirmynd fyrir kvennaknattspyrnuna á Suðurnesjum en hún mun einnig þjálfa ungar upprennandi fótboltastelpur hjá félaginu.