Knattspyrna

Knattspyrna | 25.11.2020
Nacho framlengir
Ígnacio Heras Anglada eða betur þekktur sem Nacho Heras hefur framlengt samning sinn við Keflavík út tímabilið 2023 og verður því með okkur allavega 3 tímabil til viðbótar sem eru gleðifréttir.
Nacho sem kom frá Leiknismönnum fyrir þetta tímabil var algjör lykilmaður og einn af máttarstólpum liðsins þar sem hann spilaði í hjarta varnarinnar. Nacho er mikill liðsmaður og ber hag Keflavíkur fyrir brjósti og hlakkar honum mikið til að takast á við þær áskoranir sem bíða Keflavíkur í Pepsi Max deildinni.
 
Miklar vonir eru bundnar við Nacho Heras á næsta tímabili og óskum við honum til hamingju með nýjan samning!
 
Áfram Keflavík!