Fréttir

Máttarstólpi fallinn frá
Knattspyrna | 28. apríl 2020

Máttarstólpi fallinn frá


 

Keflavík hefur átt því láni að fagna að eiga fjölda máttarstólpa sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir félagið og komið knattspyrnunni í Keflavík á þann stall sem hún er nú á. Einn af þeim, Oddur Sæmundsson er nú fallinn frá aðeins 69 ára að aldri. Oddur var sannur Keflvíkingur í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætti á alla leiki Keflavíkur og studdi liðið sitt bæði í orði og á borði. Oddur var sæmdur bæði brons og silfur merki Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fyrir störf sín í stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur þar sem hann sat í um áratug. Auk þess hlaut Oddur starfsmerki UMFÍ árið 2016.
Knattspyrnudeild Keflavíkur kveður fallinn félaga og þakkar af alúð fyrir vel unnin störf í þágu knattpyrnunnar.

Við sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina.
 

Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur