Knattspyrna

Knattspyrna | 16.02.2019
Mairead Fulton framlengir við Keflavík

Skoski leikmaðurinn Mairead Fulton, eða Maddy eins hún er kölluð, hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Maddy sem er uppalinn hjá Celtic í Glasgow spilaði fyrst fyrir Keflavík seinnihluta sumars 2017 þar sem hún spilaði sex leiki.  Í fyrra spilaði hún 26 leiki þegar stúlkurnar tryggðu sér sæti í Pepsi deild fyrir komandi sumar.  Í þessum leikjum skoraði hún fimm mörk. 

Maddy hefur verið í lykilhlutverki í Keflavíkurliðinu og er ekki síðri liðsmaður utan vallar og því eru það frábærar fréttir fyrir liðið og klúbbinn að hún hafi ákveðið að framlengja sinn samning.