Fréttir

Magnús Þórir skrifar undir
Knattspyrna | 11. nóvember 2014

Magnús Þórir skrifar undir

Magnús Þórir Matthíasson hefur framlengt saming sinn við Keflavík til tveggja ára.  Hann verður því í okkar herbúðum til haustsins 2016.  Það er ánægjulegt að Magnús hafi ákveðið að leika áfram með Keflavík og er þar með enn einn heimamaðurinn sem verður með liðinu næsta sumar.

Magnús Þórir er 24 ára gamall og lék fyrst með meistaraflokki árið 2007.  Hann lék með Fylki árið 2012 en sneri síðan aftur á heimaslóðir.  Hann hóf feril sinn í framlínunni en færði sig svo aftar á völlinn og var öflugur í stöðu vinstri bakvarðar í sumar.  Magnús hefur leikið 92 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað í þeim níu mörk.  Hann hefur einnig leikið 11 bikarleiki og skorað fjögur mörk auk eins leiks í Evrópukeppni.  Magnús Þórir á að baki leiki með U-19 ára landsliði Íslands.