Knattspyrna

Knattspyrna | 19.09.2019
Lokahóf barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur 2019

Lokahóf Barna og unglingaráðs Keflavíkur verður haldið í Blue höllinni (íþróttahúsinu við Sunnubraut) laugardaginn 21. september klukkan 11:30.

Að verðlaunaafhendingu lokinni verða svo grillaðar pulsur frá Nettó ofan í gesti og gangandi.

Eftir að allir eru búnir að fá sér í gogginn er öllum boðið á síðasta heimaleik Keflavíkur í Inkasso deild karla gegn Fjölni.

Iðkendur eiga að mæta í Keflavíkur eða RKV peysu eða fatnaði merkt Keflavík eða RKV ef þeir eiga svoleiðis.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur