Knattspyrna

Knattspyrna | 30.07.2020
Leikjum frestað

Covid-19 heldur áfram að minna á sig.

KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum í mfl. karla og kvenna og 2.flokk að minnsta kosti til 5.ágúst en þá verða gefnar út frekari upplýsingar. Þar af leiðandi er ljóst að mfl. karla mun ekki leika gegn ÍBV næsta þriðjudag. Nú verðum við að bíða og sjá hvað gerist næstu daga.

Við viljum hvetja alla til að fara að tilmælum Almannavarna og Sóttvarnalæknis og huga að eigin heilbrigði.

Eigið góða og rólega verslunarmannahelgi ❤️