Fréttir

Leikið um 3. sæti í Kína
Knattspyrna | 27. ágúst 2014

Leikið um 3. sæti í Kína

Í dag leikur U-15 ára landslið Íslands um 3. sætið á Ólympíuleikum æskunnar á sem fara fram í Nanjing í Kína en Keflavík á tvo leikmenn í liðinu.  Það eru þeir Sigurbergur Bjarnason og Hilmar Andrew McShane en þjálfari liðsins er Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson.

Íslenska liðið vann Hondúras en tapaði gegn Perú í riðlakeppnnini.  Liðið tapaði síðan gegn Suður-Kóreu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum og leikur því gegn Grænhöfðaeyjum um 3. sætið í mótinu.

Þess má geta að á vef keppninnar má finna viðtal við Hilmar Andrew þar sem er m.a.. rætt um áhrif föður piltsins sem er auðvitað Paul McShane.

Á efstu myndinni hér að neðan eru þeir Sigurbergur, Freyr og Hilmar Andrew.