Knattspyrna

Knattspyrna | 03.09.2019
Lærisneiðar á Ljósanótt

Knattspyrnudeild Keflavíkur býður gestum og gangandi í ljúffengar lambalærisneiðar í raspi með öllu tilheyrandi á Ljósanótt.

Veislan verður föstudaginn 6. september
Húsið opnar klukkan 17:30. Veislan stendur til 20:00.
Aðeins 2500 krónur fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn
Í boði að taka með sér heim.

Þetta er annað árið sem knattspyrnudeildin stendur fyrir svona veislu og í fyrra var uppselt. Þetta er kjörin byrjun á föstudagskvöldi Ljósanætur. Búið fyrir heimatónleika og nægur tími til að njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða og vera vel nærður til að takast á við gleðina.