Knattspyrna

Knattspyrna | 20.12.2018
Kristófer Páll Viðarsson til Keflavíkur
 
Kristófer Páll Viðarsson er gengin í raðir Keflavíkur frá Selfossi. Kristófer Páll sem er 21 árs gamall hóf feril sinn með Leikni Fáskrúðsfirði. Þaðan fór hann til Fylkis en spilaði með Selfossi á síðasta tímabili í Inkasso deildinni. Kristófer er fjölhæfur leikmaður með mikla reynslu miðað við aldur en hann hefur leikið yfir 100 leiki í meistaraflokki. 
„ Við erum gríðarlega ánægðir með að Kristófer Páll sé gengin til liðs við okkur. Hann getur leyst nokkrar stöður á vellinum sem hentar okkur vel og kemur með mikilvæga reynslu í ungt og efnilegt lið Keflavíkur“ segir Jónas Guðni Sævarsson framkvæmdarstjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur.