Fréttir

Knattspyrnudeildin semur við þrjá unga leikmenn
Knattspyrna | 18. febrúar 2017

Knattspyrnudeildin semur við þrjá unga leikmenn

Knattspyrnudeildin hefur gert samning við þrjá unga leikmenn en þeir eru Benedikt Jónsson, Sindri Þór Guðmundsson og Ísak Óli Ólafsson.  Bendikt og Sindri eru báðir fæddir 1997.  Sindri kemur úr Garðinum þar sem hann spilaði til ársins 2010 þegar hann gekk yfir í Keflavík en Benedikt kom frá Njarðvík sama ár, þeir eru að ganga upp úr 2. flokki félagsins.  Ísak Óli er fæddur 2000 og hefur allan sinn feril spilað með Keflavík en hann er á sínu fyrsta ári í 2. flokki og á að baki 10 U-17 landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.  Knattspyrnudeildin býst við því að þessir drengir komi sterkir til leiks og óskar þeim til hamingju með sinn fyrsta samning. 


Jón Benediktsson formaður og Benedikt Jónsson.


Jón formaður og Sindri Þór Guðmundsson.


Jón formaður og Ísak Óli Ólafsson.