Knattspyrna

Knattspyrna | 12.01.2021
Kian framlengir

Kian PJ William hefur framlengt samning sinn við Keflavík út tímabilið 2022. Kian kom til okkar frá Magna á Grenivík en hann er uppalinn hjá Leicester City í Englandi. Kian spilaði hrikalega vel með Keflavík á liðnu tímabili og var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins.

 
Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okkur Keflvíkinga að Kian ætli að halda áfram!
 
Kian er nú þegar kominn til landsins og hefur lokið sóttkví og byrjaður að æfa á fullu.
 
 
Áfram Keflavík