Fréttir

Keflavíkurstúlkur slegnar niður á jörðina
Knattspyrna | 3. júní 2016

Keflavíkurstúlkur slegnar niður á jörðina

Keflavíkurstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik á Íslandsmótinu í sumar gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöld, 1-0.  Afturelding var mun betra liðið í leiknum og átti Keflavík mjög dapran dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi verið sterkari lengstum þá náðu þær að skapa sér lítið af færum.  Á 70. mínútu átti leikmaður Aftureldingar þrumuskot af um 25 metra færi sem small í stönginni og barst út í markteigin, þar var Sandra Dögg Björgvinsdóttir á auðum sjó og renndi boltanum í autt markið.  Fleiri urðu mörkin ekki og eru úrslitin og spilamennska stúlknanna mikil vonbrigði eftir flottan sigur á Grindavík fyrr í vikunni.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Augnablik, miðvikudaginn 8. júní á Nettóvellinum í Keflavík.

Leikskýrsla úr leiknum.

Staðan í riðlinum er mjög jöfn en fimm lið eru með 6 stig að loknum þremur umferðum.


Byrjunarliðið gegn Aftureldingu.
Efri röð frá vinstri: Arndís Snjólaug, Brynja, Sveindís Jane, Anita Lind, Sólveig Lind, Amber. 
Neðri röð frá vinstri: Eva Lind, Ljiridona, Auður Erla, Kristrún Ýr, Þóra Kristín.