Knattspyrna

Knattspyrna | 15.02.2019
Keflavíkurmót geoSilica á laugardaginn

Kvennaráð meistaraflokks heldur geoSilica mót í yngri flokkum laugardaginn 16. febrúar í Reykjaneshöll. Þetta er fjórða árið í röð sem mótið fer fram og þriðja árið í samstarfi við geoSilica.
Fólk er hvatt til þess að kíkja við í Reykjaneshöllinni á laugardaginn og sjá knattspyrnukonur framtíðarinnar leika listir sínar. Mótið hefst kl. 8:30 hjá 6. og 7. flokki, þegar þeim flokkum lýkur um kl. 13:00 tekur við keppni í 5. flokki. Mótinu lýkur um kl. 18:30.

Allar upplýsingar um mótið, leikjaplan o.fl. má finna á facebook síðu mótsins með því að smella HÉR.

Einnig má nálgast leikjaplan á dropbox með því að smella HÉR.