Knattspyrna

Knattspyrna | 29.01.2019
Keflavík semur við unga og efnilega leikmenn

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við Cezary Wiktorowicz, Einar Örn Andrésson, Sigurð Inga Bergsson og Helga Bergmann Hermannsson.

Cezary, Einar Örn og Sigurður Ingi eru allir fæddir árið 2000. Cezary er sóknarsinnaður hægri bakvörður af gamla skólanum og Einar Örn og Sigurður Ingi eru báðir miðverðir en geta leyst aðrar stöður.

Helgi Bergmann verður 17 ára á þessu ári, fæddur 2002. Helgi Bergmann er nútíma markmaður, öruggur milli stanganna og mjög sparkviss. Helgi Bergmann á að baki tvo landsleiki með U17 ára landsliðinu.

Þeir hafa allir leikið upp alla yngri flokkana með Keflavík.

Við bjóðum þessa efnilegu drengi velkomna í meistaraflokkshópinn okkar.

 

Cezary Wiktorowicz og Jóhann Birnir, yfirmaður knattspyrnumála.

Jóhann Birnir, yfirmaður knattspyrnumála og Helgi Bergmann Hermannsson.

Sigurður Ingi Bergsson og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri.

Einar Örn Andrésson og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri.