Knattspyrna

Knattspyrna | 09.03.2018
Stelpurnar okkar komnar

Þær Lauren Watson, Mairead Clare Fulton og Sophie Groff sem spiluðu með okkur í fyrra eru komnar til landsins og skrifuðu undir samning við knattspyrnudeildina sem gildir út tímabilið 2018. Mikill og góður hugur er í hópnum og mikið æft. Góðir sigrar í æfingaleikjum og í mótum segir að liðið sé á réttri leið. Við óskum liðinu góðs gengis og bjóðum stelpurnar þrjár velkomnar aftur.

Áfram Keflavík!

Sophie Groff ásamt Jónasi Guðna framkvæmdastjóra.

Mairead Clare ásamt Jónasi Guðna framkvæmdastjóra.

Lauren Watson ásamt Jónasi Guðna framkvæmdastjóra.