Knattspyrna

Knattspyrna | 19.03.2019
Keflavík fær leikmann á láni frá KR

Keflavík fær Adolf Mtasingwa Bitegeko á láni frá KR.

Adolf sem er tvítugur Tansaníumaður sem hefur æft með okkur Keflvíkingum í vetur og staðið sig vel. Hann kom um mitt sumar í fyrra til KR og leik með þeim tvo leiki í Pepsideildinni. Hann lék stórt hlutverk í 2. flokks liði KR sem tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna á markatölu í fyrra. Adolf leikur sem miðjumaður, hann er góður á boltanum og mjög sparkviss. Hann hefur fallið vel inn í okkar unga hóp og bjóðum við hann sérstaklega velkominn á lán til okkar í sumar.

 

Mynd: Adolf og Jónas Guðni.