Fréttir

Keflavík - Víkingur á miðvikudag kl. 19:15
Knattspyrna | 29. júlí 2014

Keflavík - Víkingur á miðvikudag kl. 19:15

Þá er komið að sannkölluðum stórleik þegar Víkingar koma í heimsókn í undanúrslitum Borgunarbikarsins.  Leikurinn verður miðvikudaginn 30. júlí á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15.  Okkar menn hafa áður unnið Augnablik, Hamar og Fram í keppninni en Víkingar unnu Grindavík í 32 liða úrslitunum, Fylki í 16 liða úrslitum og tryggðu sér svo sæti í undanúrslitunum með sigri á BÍ/Bolungarvík í 8 liða úrslitum.  Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason, aðstoðardómarar þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson en eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Keflavík og Víkingur hafa þrisvar áður mæst í bikarkeppninni og hefur Keflavík unnið alla leikina.  Liðin mættust fyrst í 8 liða úrslitum árið 1975 og þá vann Keflavík 2-0.  Næst léku liðin í 16 liða úrslitum árið 1981 og þá vann Keflavík 4-1 sigur.  Liðin léku svo í undanúrslitum keppninnar árið 2006 og sá leikur vannst 4-0.

Úrslit leikja Keflavíkur og Víkings í bikarkeppni KSÍ hafa orðið þessi:

2006 Undanúrslit Víkingur - Keflavík 0-4 Guðmundur Steinarsson 2
Jónas Guðni Sævarsson
Þórarinn Kristjánsson
1981 16 liða úrslit Keflavík - Víkingur 4-1 Magnús Garðarsson 3
Óli Þór Magnússon
1975 8 liða úrslit Víkingur - Keflavík 0-2 Steinar Jóhannsson
Einar Gunnarsson

Leikurinn
Að þessu sinni rifjum við upp síðasta bikarleik Keflavíkur og Fram en hann var einmitt í undanúrslitum keppninnar árið 2006.  Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og lauk með öruggum sigri Keflavíkur sem vann svo KR í úrslitaleiknum.  Að neðan má sjá umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn.
Smellið á fréttina fyrir neðan til að sjá stærri útgáfu.