Fréttir

Keflavík - Fylkir á sunnudag kl. 16:00
Knattspyrna | 20. september 2014

Keflavík - Fylkir á sunnudag kl. 16:00

Þá er komið að lokasprettinum í Pepsi-deildinni þetta sumarið og nú er komið að 20. umferðinni.  Þá er á dagskránni leikur gegn Fylki sem verður á Nettó-vellinum á sunnudaginn 21. september kl. 16:00.  Fyrir leikinn er Keflavík í 9.-10 sæti deildarinnar með 19 stig en Fylkir er í  6. með 22 stig.  Þessi leikur er því svo sannarlega mikilvægur og við skorum á sjálfsögðu á stuðningsmenn okkar að mæta á völlinn.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar þeir Áskell Þór Gíslason og Estanislao Plantada Siurans en eftirlitsmaður KSÍ er Þorsteinn Þórsteinsson.

Efsta deild
Keflavík og Fylkir hafa leikið 33 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 12 leikjanna, tíu sinnum hefur orðið jafntefli en Fylkir hefur unnið 11 leiki.  Markatalan er 42-50 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun.  Fjórir leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild.  Hörður Sveinsson hefur gert fimm mörk, Magnús Þorsteinsson þrjú, Jóhann B. Guðmundsson tvö og Haraldur Freyr Guðmundsson hefur gert eitt mark.  Það er Guðmundur Steinarsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild, alls níu talsins.

B-deild
Liðin mættust 8 sinnum í næstefstu deild á árunum 1981-1992.  Keflavík vann 6 leiki, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn leik.  Markatalan í B-deildinni er 15-6 fyrir Keflavík.

Bikarkeppnin
Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1989, 1995 og 2004.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina og markatalan er 5-1. 

Síðast
Liðin mættust í Pepsi-deildinni fyrr í sumar og þá á heimavelli Fylkis í Árbænum.  Keflavík vann þann leik 4-2 þar sem Hörður Sveinsson og Magnús Þorsteinsson gerðu tvö mörk hvor.  Oddur Ingi Guðmundsson og Elís Rafn Björnsson gerðu mörk Fylkis.

Bæði lið
Það hefur ekki verið mikill samgangur milli félaganna tveggja í gegnum árin en Magnús Þórir Matthíasson lék með Fylki í eitt sumar áður en hann sneri aftur á heimaslóðir.  Áður hafði Haukur Ingi Guðnason leikið með báðum félögunum en hann er nú aðstoðarþjálfari Fylkisliðsins.  Þórir Sigfússon þjálfaði reyndar bæði liðin á sínum tíma og Kristinn Guðbrandsson var aðstoðarþjálfari Fylkis í tvö ár.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fylkis í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

2013 Keflavík - Fylkir 2-2 Arnór Ingvi Trauston
Hörður Sveinsson
2012 Keflavík - Fylkir 0-2  
2011 Keflavík - Fylkir 1-2 Guðmundur Steinarsson
2010 Keflavík - Fylkir 2-1 Guðmundur Steinarsson
Magnús Þorsteinsson
2009 Keflavík - Fylkir 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson
2008 Keflavík - Fylkir 2-1 Hólmar Örn Rúnarsson
Guðmundur Steinarsson
2007 Keflavík - Fylkir 1-0 Símun Samuelsen
2006 Keflavík - Fylkir 1-1 Guðjón Árni Antoníusson
2005 Keflavík - Fylkir 2-2 Sjálfsmark
Stefán Örn Arnarson
2004 Keflavík - Fylkir 4-2 Þórarinn Kristjánsson 2
Haraldur Freyr Guðmundsson

Hörður Sveinsson