Fréttir

Keflavík - Fylkir á mánudag kl. 19:15
Knattspyrna | 24. maí 2015

Keflavík - Fylkir á mánudag kl. 19:15

Næsti leikur í Pepsi-deildinni er heimaleikur gegn Fylki í 5. umferð deildarinnar.  Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík smánudaginn 25. maí kl. 19:15.  Okkar menn hafa ekki farið vel af stað í deildinni þetta árið og eru með eitt stig að loknum fjórum leikjum.  Fylkismenn hafa krækt í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum.

Það verður grill í félagsheimilinu fyrir leik og um að gera og kíkja og spá í spilin.  Þar opnar kl. 18:00.

Dómararnir
Dómari leiksins verður Ívar Orri Kristjánsson, aðstoðardómarar þeir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Steinar Berg Sævarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.

Stuðullinn

  1 X 2
Lengjan 2,90 2,85 1,90

Getraunanúmer Keflavíkur er 230.

Efsta deild
Keflavík og Fylkir hafa leikið 34 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1989.  Það er jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; bæði lið hafa unnið 12 leiki en tíu sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er 42-51 fyrir Fylki.  Stærsti sigur Fylkis er 4-0 árin 2007 og 2000 en Keflavík hefur mest náð að sigra Fylki með 2ja marka mun. 

Liðin hafa leikið 17 sinnum í Keflavík í efstu deild.  Þar hefur Keflavík unnið 9 leiki, fimm hefur lokið með jafntefli en Fylkir hefur þrisvar sinnum unnið hér í efstu deildinni.  Markatalan í heimaleikjum gegn Fylki er 25-18 fyrir Keflavík.

Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Fylkismönnum í efstu deild.  Hörður Sveinsson hefur gert fimm mörk, Magnús Þorsteinsson og Hólmar Örn Rúnarsson þrjú, Jóhann Birnir Guðmundsson tvö og Guðjón Árni Antoníusson og Haraldur Freyr Guðmundsson hafa gert eitt mark hvor.  

Alls hafa 20 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild.  Það er Guðmundur Steinarsson sem hefur gert flest mörk fyrir Keflavík gegn Fylki í efstu deild, alls níu talsins.  Næstur er Hörður Sveinsson með fimm mörk.

B-deild
Liðin mættust 8 sinnum í næstefstu deild á árunum 1981-1992.  Keflavík vann 6 leiki, einum lauk með jafntefli og Fylkir vann einn leik.  Markatalan í B-deildinni er 15-6 fyrir Keflavík.

Bikarkeppnin
Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1989, 1995 og 2004.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina og markatalan er 5-1.

Síðast
Liðin mættust að sjálfsögðu tvisvar í Pepsi-deildinni síðasta sumar.  Fyrri leikurinn var á heimavelli Fylkis í Árbænum.  Keflavík vann þann leik 4-2 þar sem Hörður Sveinsson og Magnús Þorsteinsson gerðu tvö mörk hvor.  Oddur Ingi Guðmundsson og Elís Rafn Björnsson gerðu mörk Fylkis.  Fylkismenn unnu hins vegar seinni leikinn á Nettó-vellinum en þar gerði Andrew Sousa eina mark leiksins.

Bæði lið
Það hefur ekki verið mikill samgangur milli félaganna tveggja í gegnum árin en Magnús Þórir Matthíasson lék með Fylki í eitt sumar áður en hann sneri aftur á heimaslóðir.  Áður hafði Haukur Ingi Guðnason leikið með báðum félögunum.  Þórir Sigfússon þjálfaði reyndar bæði liðin á sínum tíma og Kristinn Guðbrandsson var aðstoðarþjálfari Fylkis í tvö ár en hann er auðvitað fyrrverandi leikmaður og síðar aðstoðarþjálfari hjá Keflavíkurliðinu.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fylkis í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
21.09.2014 A-deild 410 0-1  
20.05.2013 A-deild 1049 2-2 Arnór Ingvi Traustason 13.    
Hörður Sveinsson 77.
  Andri Fannar Freysson fékk rautt spjald
David Preece varði vítaspyrnu Viðars Arnar Kjartanssonar
Bjarni Þórður Halldórsson varði vítaspyrnu Jóhanns Birnis
23.07.2012 A-deild 900 0-2  
29.08.2011 A-deild 560 1-2 Guðmundur Steinarsson 36. (v)
20.05.2010 A-deild 1260 2-1 Guðmundur Steinarsson 21. (v)    
Magnús Þorsteinsson 55.
  Leikið var á Njarðvíkurvelli vegna endurbóta á Keflavíkurvelli
23.07.2009 A-deild 1400 1-0 Hólmar Örn Rúnarsson 57.
15.05.2008 A-deild 948 3-1 Hólmar Örn Rúnarsson 19.    
Guðmundur Steinarsson 48.
  Mark Hólmars kom beint úr hornspyrnu
27.06.2007 A-deild 1350 1-0 Símun Samuelsen 61.
10.09.2006 A-deild 380 1-1 Guðjón Árni Antoníusson 35.
  Ómar Jóhannsson varði vítaspyrnu Sævars Þórs Gíslasonar
23.06.2005 A-deild 852 2-2 Sjálfsmark 7.    
Stefán Örn Arnarson 44.