Knattspyrna

Knattspyrna | 19.10.2017
Kæra stuðningsfólk!

Kæra stuðningsfólk !

Núna erum við hjá knattspyrnudeildinni á fullu að undirbúa okkur fyrir Pepsi deildina á næsta ári. Rekstur deildarinnar er mikið púsluspil og fjölmargir aðilar koma að beint og óbeint að því að tryggja að allt gangi upp. Mörg fyrirtæki styðja við bakið á okkur ásamt hópi stuðningsmanna. Til að aðstoða okkur höfum við sent öllum íbúum Reykjanesbæjar valkvæðra gíróseðla sem munu birtast í heimabönkum allra íbúa bæjarins á næstu dögum. Ekki er horft til póstnúmera í þetta skiptið og fá allir íbúar senda valgreiðslukröfuna.

Greiðslan er að sjálfsögðu algerlega valfrjáls. Stuðningur ykkar hefur verið öflugur og við höldum áfram að treysta á ykkur frábæra stuðningsfólk.

Áfram Keflavík í Pepsi 2018