Knattspyrna

Knattspyrna | 10.01.2018
Jón Örvar - Sannur Keflvíkingur

Jón Örvar Arason sem um árabil hefur starfað í kringum lið meistaraflokks Keflavíkur karla hefur ákveðið að taka slaginn áfram með okkur Keflavíkingum. Ásamt því að vera með karlaliðinu þá hefur Jón tekið að sér fjöldamörg verkefni og ber þar helst að nefna myndatökur á hinum ýmsu viðburðum. Jón Örvar á gríðarlega mikið safn af ljósmyndum úr starfi knattspyrnudeildarinnar sem er ómetanlegt fyrir klúbbinn okkar. Jón er einn af okkar bestu mönnum og það er ekki sjálfgefið að njóta krafta slíkra einstaklinga.

Knattspyrnudeild Keflavíkur fagnar því að hafa Jón áfram í herbúðum okkar.