Fréttir

Jóhann yfirþjálfari yngri flokka
Knattspyrna | 12. desember 2014

Jóhann yfirþjálfari yngri flokka

Jóhann Birnir Guðmundsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur.  Hann hefur þjálfað 4. flokk karla undanfarin fjögur ár en liðið varð m.a. Íslandsmeistari árið 2013.  Hann mun áfram sjá um þjálfun 4. flokksins.  Það er mikil ánægja hjá deildinni með að hafa fengið Jóhann til að sinna þessu mikilvæga starfi.

Jóhann Birnir er 37 ára og er úr Garðinum.  Hann hóf ferilinn á heimaslóðum með Víði en hóf að leika með Keflavík árið 1994.  Hann á að baki 160 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og hefur skorað 41 mark.  Alls hefur hann leikið 236 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.  Jóhann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Englandi, Noregi og Svíþjóð.  Hann á að baki átta landsleiki auk leikja með yngri landsliðum.

Á myndinni handsala Jóhann og Smári Helgason, formaður Barna- og unglingaráðs, samninginn.