Knattspyrna

Knattspyrna | 31.10.2016
Jeppe Hansen í Keflavíkurtreyjunni næstu tvö árin

Jeppe Hansen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík og mun spila með okkur næstu tvö árin.  Jeppe er danskur ríkisborgari en kom hingað til lands 2014 þegar hann spilaði með Stjörnunni en hann gekk til liðs við KR-inga á síðasta sumri.  Hann hefur spilað 54 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 19 mörk.  Það er mikill fengur að fá hann til liðs við okkur en það hefur vantað aðeins upp á markaskorun hjá liðinu undanfarið sumar.