Knattspyrna

Knattspyrna | 01.04.2017
Jafntefli í lokaleik Lengjubikarsins gegn Fylki

Keflavíkurstelpur spiluðu lokaleik sinn í Lengjubikarnum í ár gegn Fylki á fimmtudagskvöld. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru stórkostlegar, frábær gervigrasvöllur í Árbænum og sannkölluð rjómablíða.

Fykir, sem spilar í Pepsi deildinni í sumar, byrjaði leikinn betur og settu gott skallamark eftir hornspyrnu á 31. mín. Á 42 mín. skoraði svo Katla María Þórðardóttir algjört draumamark. Hún fékk boltann úr innkasti á móts við hægra vítateigshornið, snéri þar snyrtilega á einn varnarmann Fylkis og þrumaði boltanum með vinstri fæti efst í markvinkilinn fjær. Staðan í hálfleik 1 - 1.

Seinni hálfleikur var fjörugur og bæði lið áttu sín færi. Fylkir pressaði stíft í lokin en náðu ekki að koma inn sigurmarkinu. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Anita Lind nærri því að ná í 3 stig fyrir Keflavík. Hún átti þá frábært skot sem fór rétt yfir marksúluna og þar við sat, lokastaðan 1 - 1 í skemmtilegum leik.

Leikskýrsla leiksins

Staðan í B-deild Lengjubikarsins.


Byrjunarliðið í Árbænum
Efri röð frá vinstri: Arndís, Anita Lind, Katla María, Sólveig, Brynja, Þóra Kristín.
Neðri röð frá vinstri: Dona, Kristrún, Margrét, Birgitta, Íris Una


Tvíburasysturnar Íris Una (7) og Katla María (17) Þórðardætur eru orðnar lykilmenn í meistaraflokki Keflavíkur aðeins 16 ára að aldri. 
Katla skoraði stórkostlegt jöfnunarmark gegn Fylki.