Fréttir

Íslandsmeistarar í 50+
Knattspyrna | 17. október 2016

Íslandsmeistarar í 50+

Keflavík eignaðist Íslandsmeistaralið á laugardaginn þegar sameinað lið Keflavíkur/Víðis eldri manna í 50+ unnu Íslandsmótið glæsilega.  Mótið að þessu sinn var með svokölluðu hraðmótssniði þar sem það var leikið í þremur hollum, byrjaði 31.maí þar sem liðið gerði 3 jafntefli með markatöluna 1-1.  Það fór ekki vel í okkar menn sem reimdu takkaskónna aðeins fastar á sig í næstu umferð og unnu alla leikina og voru með markatöluna 7-1.  Fyrir síðustu umferðina sem var haldin í Reykjaneshöllinni var kominn sigurglampi í augun hjá þessu efnilega liði og ekkert annað í stöðunni en að ráðast til sigurs.  Þeir byrjuðu með látum og sigruðu lið Þróttar Reykjavík örugglega 5-1 á eftir honum komu baráttusigrar á móti Fylki og Gróttu og unnust þeir báðir 1-0, mótinu lauk svo með sigri á móti liði KR og titillinn í höfn. 

Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Keflavík/Víðir 50+.


Á myndinni eru aftari röð frá vinstri: Gísli Heiðarsson, Grétar Einarsson,
Björgvin Björgvinsson og Gunnar Oddson.
Neðri röð frá vinstri: Sævar Leifsson, Björn Vilhelmsson, Jóhann Magnússon
og Freyr Sverrisson.

Á myndina vantar einnig þá leikmenn sem tóku þátt í mótinu en komust ekki í síðustu umferðina en það eru Sigurður Garðarsson, Sigurður Björgvinsson og Ívar Guðmundsson.