Knattspyrna

Knattspyrna | 26.08.2019
Íslandsbanki áfram samstarfsaðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Okkar maður Jónas Guðni gefur ekkert eftir og kláraði nýverið 3 ára samstarfssamning við Íslandsbanka. Sighvatur Gunnarsson útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ og Jónas undirrituðu og handsöluðu samninginn á Sunnubraut við hátiðlega tveggja manna athöfn. +

Við þökkum Íslandsbanka kærlega fyrir stuðninginn í gegnum tíðina og fögnum því að framhald verður á næstu árin. Íþróttafélög eins og Keflavík gætu ekki haldið úti sínu öfluga íþróttastarfi ef ekki væri fyrir öfluga bakhjarla í heimabyggð.