Knattspyrna

Knattspyrna | 30.07.2020
Ísak Óli og Samúel Kári

Á síðasta heimaleik mfl. Karla ákvað Knattspyrnudeildin að heiðra 2 leikmenn okkar sem urðu bikarmeistarar með sínum liðum fyrir stuttu.  

Samúel Kári Friðjónsson varð bikarmeistari með Viking í Noregi í desember sl.  Hann spilar nú með Paderborn í Þýskaladi.

Ísak Óli Ólafsson varð svo bikarmeistari með liði sínu Sönderjyske í Danmörku í byrjun júlí.

Við Keflvíkingar eru svo sannarlega stolt af árangri okkar fólks hvar sem það er og fögnum hverri velgengni.  Við óskum þeim Samúel Kára og Ísak Óla innilega til hamingju.

 

Á myndina vantar Samúel Kára sem átti því miður ekki heimangengt.