Knattspyrna

Knattspyrna | 05.07.2017
Íris, Sveindís og Katla með U16

U16 landslið Íslands er þessa dagana að keppa á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Stelpurnar eru búnar með 3 leiki, sigruðu Finnland í fyrsta leik 2 - 1. Töpuðu 1 - 0 gegn Frökkum í öðrum leik. Í gær unnu þær svo flottan sigur á Svíum 3 - 2, þar sem Sveindís Jane gerði annað mark Íslands með skalla eftir hornspyrnu. Stelpurnar hafa verið í stóru hlutverki í liðinu og staðið sig mjög vel.
Hér má sjá stöðuna í riðlinum og úrslit leikja:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=36468&Rodun=U

Síðasti leikur liðsins verður á fimmtudaginn þegar leikið verður um sæti.
Myndirnar með fréttinni eru teknar eftir leik stúlknanna gegn Svíum í gær.


Íris Una (3), Sveindís Jane (8), Katla María (17)