Knattspyrna

Knattspyrna | 31.03.2015
Indriði Áki með Keflavík

Indriði Áki Þorláksson verður með Keflavík í sumar en hann kemur sem lánsmaður frá FH.  Indriði Áki er sóknarmaður fæddur árið 1995 og verður því tvítugur í sumar.  Hann gekk til liðs við FH í fyrra en lék áður með Val og Leikni R.   Hann á að baki 27 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim átta mörk.  Indriði hefur leikið tvo leiki með U-19 ára landsliðinu.

Við bjóðum Indriða velkominn í hópinn.