Knattspyrna

Knattspyrna | 20.12.2018
Hreggviður Hermannsson semur við Keflavík
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við Hreggvið Hermannsson.
 
Hreggviður er fæddur árið 2000 og er efnilegur sóknarmiðjumaður sem hefur leikið með Keflavík upp yngri flokkana. Hann er mjög teknískur leikmaður og á eflaust eftir að skemmta keflvískum stuðningsmönnum á næstu árum.  
 
Við bjóðum Hreggvið velkominn í meistaraflokkshópinn.