Fréttir

Hólmar Örn í Keflavík
Knattspyrna | 16. október 2014

Hólmar Örn í Keflavík

Hólmar Örn Rúnarsson hefur ákveðið að snúa aftur til Keflavíkur og mun á næstu dögum skrifa undir tveggja ára samning við félagið.  Hólmar er auðvitað Keflvíkingur og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2000.  Hann á að baki 162 deildarleiki með félaginu og hefur skorað í þeim 23 mörk auk 24 bikarleikja og átta leikja í Evrópukeppnum.  Hólmar lék með Silkeborg í Danmörku árið 2007 en hefur leikið með FH undanfarin fjögur ár.

Það þarf ekki að taka fram að það er mikill styrkur fyrir liðið að fá Bóa aftur heim og mikil ánægja með það innan deildarinnar.